• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Sep

Fundað var í Samráðsnefnd SHA í síðustu viku

Fundur var haldinn í Samráðsnefnd Sjúkrahúss Akraness  fimmtudaginn 1. september.  Samráðsnefndin saman stendur af þremur fulltrúum frá SHA og þremur frá starfsmönnum ásamt formanni félagsins.  Hlutverk Samráðsnefndarinnar er að taka á og reyna að fá niðurstöðu í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma, varðandi túlkanir á kjarasamningi starfsmanna, sem og öðrum ágreiningsmálum .  Það mál sem nú var til umræðu á þessum fundi er ágreiningur um túlkun á grein í kjarasamningi og fjallar um hvort starfsmenn eigi rétt á endurgjaldslausri læknisþjónustu.  Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við fjármálaráðherra 4. apríl 2004 um sérmál starfsmanna og þar segir orðrétt.

,,Eftirfarandi ákvæði greina 6.1.1 og 6.2.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness dags. 5. desember 2000, ,,...og þarf starfsmaður ekki að greiða þá læknisþjónustu eða lyf sem veitt eru innan stofnunarinnar sem hluti af þjónustu hennar. " haldist til og með 31.03.2008 en falli þá niður." 

Ágreiningurinn er um hvort starfsmenn eigi rétt á að fá alla læknisþjónustu sem veitt er á SHA endurgjaldslausa eða einungis hluta hennar.  Til að mynda vilja forsvarsmenn SHA meina að allir þeir sérfræðingar sem eru með aðstöðu hér á sjúkrahúsi Akraness séu ekki hluti af þeirri þjónustu sem SHA er að veita.   Og þess vegna fá starfsmenn  ekki endurgreitt þegar þeir leita læknisþjónustu hjá sérfræðingum sem starfa á SHA.  Þessu er Verkalýðsfélag Akraness ósammála og byggir þá skoðun sína á lögfræðilegu áliti sem félagið lét gera vegna þessa máls.  Allt bendir því til þess að stéttarfélagið muni láta á þetta reyna fyrir dómi.  Formaður fundaði á föstudaginn með starfsmönnum þar sem þeim var gerð ýtarleg grein fyrir málinu, og fengin var afstaða þeirra hvort það ætti að fara með málið alla leið eða ekki. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image