• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ístak neitar að greiða stéttarfélagsgjöld og afhenda launaseðla af dönskum smiðum sem starfa við stækkun Norðuráls Unnið við stækkun Norðuráls
13
Sep

Ístak neitar að greiða stéttarfélagsgjöld og afhenda launaseðla af dönskum smiðum sem starfa við stækkun Norðuráls

Ístak hefur ráðið 12 danska smiði í gegnum danska starfsmannaleigu vegna stækkunar Norðuráls.  Verkalýðsfélag Akraness hefur gert alvarlegar athugasemdir við forsvarsmenn Ístaks vegna þess að ekki eru greidd stéttarfélagsgjöld af dönsku smiðunum eins og lög og kjarasamningar kveða á um.  Forsvarsmenn Ístaks hafa hafnað að greiða stéttarfélagsgjöldin og einnig hafnað Verkalýðsfélagi Akraness um launaseðla vegna þessara erlendu starfsmanna.   Það er hinsvegar skylda Ístaks að sjá til þess að dönsku smiðunum séu greidd laun eftir íslenskum kjarasamningum.  Það er líka hlutverk stéttarfélagsins að kalla eftir þessum gögnum til að kanna hvort ekki sé verið að greiða eftir íslenskum kjarasamningum.  Því harmar Verkalýðsfélag Akraness þessa afstöðu Ístaks. Forsvarsmenn Ístaks segja að það sé hlutverk starfsmannaleigunnar að útvega umrædd gögn, þetta telur Verkalýðsfélag Akraness vera fráleitt.   Así gerði samkomulag við Samtök Atvinnulífsins 6. mars 2004 um útlendinga.  Á grunvelli þessa samkomulags er Verkalýðsfélag Akraness að kalla eftir umræddum gögnum og telur sig hafa fulla heimild til þess.

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um starfskjör launafólks o.fl. nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum sem kjarasamningar greina.  þessi lög geta vart orðið mikið skýrari og sýna að Ístak ber að greiða stéttafélagsgjöld af erlendu starfsmönnunum.  Verkalýðsfélag Akraness mun fylgja þessu máli eftir af fullum þunga og hefur nú þegar sett sig í samband við lögmann félagsins.  Því ef fyrirtæki geta komist með þessum hætti framhjá íslenskum kjarasamningum er íslenskri verkalýðshreyfingu illilega ógnað.  Þessa þróun verður verkalýðshreyfingin að stoppa !

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image