• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Sep

Ístak vísar ágreiningi við Verkalýðsfélag Akraness til Samtaka atvinnulífsins vegna dönsku smiðina

Ístak hefur vísað ágreiningi við Verkalýðsfélag Akraness vegna dönsku smiðina til Samtaka atvinnulífsins.   Dönsku smiðirnir komu hingað allir í gegnum danska starfsmannaleigu sem Ístak samdi við.  Nú hefur hins vegar komið í ljós að ekki hefur verið greitt stéttarfélagsgjöld af starfsmönnunum.  Því hefur Verkalýðsfélag Akraness óskað eftir því við forsvarsmenn Ístaks að skilað verði af dönsku smiðunum stéttarfélagsgjöldum eins og kjarasamningar og lög  kveða á um.   Einnig óskaði félagið eftir launaseðlum og ráðningarsamningum við dönsku smiðina til að getað gengið úr skugga um að smiðirnir séu að fá greitt eftir Íslenskum kjarasamningum.  Þessu hafnaði Ístak algerlega á þeirri forsendu að það væri hlutverk dönsku starfsmannaleigunnar að standa skil á stéttarfélagsgjöldunum og einnig að útvega umrædd gögn.  Þetta telur Verkalýðsfélag Akraness vera fráleitt.   Það er  mat félagsins  að það sé skylda Ístaks að tryggja að allir starfsmenn sem Ístak ræður í gegnum erlendar starfsmannaleigur fari eftir íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum.  Eins og áður sagði þá er ágreiningurinn kominn til SA.   Samtök atvinnulífsins munu  svara kröfum  Verkalýðsfélags Akraness með formlegum hætti í dag eða á morgun.  Verkalýðsfélag Akraness hefur nú þegar ákveðið að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga ef ekki næst ásættanleg niðurstaða í málinu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image