• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Sep

Samtök atvinnulífsins segja að íslenskir kjarasamningar gildi ekki að öllu leiti fyrir erlenda starfsmenn sem starfa hér tímabundið

Lögmaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið að fara yfir svarið sem yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins sendi félaginu vegna dönsku smiðina sem starfa hjá Ístak.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa forsvarsmenn Ístaks neitað að standa skil á stéttarfélagsgjöldum af dönsku smiðunum eins og kjarasamningar kveða á um.  Einnig neituðu þeir að afhenda launaseðla og ráðningasamninga af dönsku smiðunum.  Í kjölfarið vísaði Ístak málinu til SA.    Eins og fram hefur komið þá hefur yfirlögfræðingur SA svarað Verkalýðsfélagi Akraness, í svarinu frá SA er margt mjög forvitnilegt.  SA vísar í lög nr.54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra atvinnumiðlunar (starfsmannaleiga)  Samtök atvinnulífsins segja að lög nr. 54/2001 gildi um umrædda starfsmenn og einungis þurfi að tryggja lágmarkslaun, yfirvinnugreiðslur, réttindi til orlofs, hámarksvinnutíma og lágmarksvinnutíma.  Einnig segir í svarbréfinu frá SA

Önnur ákvæði þeirra laga gilda því ekki um þá starfsmenn sem hér er um að ræða og koma hingað tímabundið á vegum vinnuveitanda síns. 

Þessi túlkun SA þýðir að allir erlendir starfsmenn sem koma hingað í gegnum erlendar starfsmannaleigur og vinna hér tímabundið hafa til að mynda ekki veikindarétt, slysarétt, uppsagnarfrest, ásamt ótal öðrum kjaraatriðum sem eru í íslenskum kjarasamningum. 

Það er hins vegar mat Verkalýðsfélags Akraness að allir erlendir starfsmenn sem hingað koma  til starfa vinni eftir íslenskum kjarasamningum að öllu leiti, ekki einungis að litlum hluta eins og SA heldur fram. 

Verkalýðsfélag Akraness trúir ekki að það geti verið að lögin nr. 54/2001 séu með þessu hætti eins SA heldur fram.  Ef það er reyndin þá er  íslenskum launþegum illilega ógnað og er þar vægt til orða tekið

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image