• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Forstjóri vinnumálastofnunar í heimsókn á skrifstofu félagsins Forstjóri Vinnumálastofnunar í heimsókn á skrifstofu félagsins
22
Sep

Forstjóri vinnumálastofnunar í heimsókn á skrifstofu félagsins

Gissur Pétursson forstjóri vinnumálastofnunar kom í heimsókn á skrifstofu félagsins ásamt Guðmundi Páli Jónssyni  forseta bæjarstjórnar og Guðrúnu Gísladóttur forstöðumanni Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands.  Formaður félagsins ræddi við forstjóra vinnumálastofnunar um þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu misserum og snýr að erlendum starfsmönnum sem eru ráðnir í gegnum erlendar starfsmannalegur.  Formaður félagsins gerði forstjóra Vinnumálastofnunar grein fyrir áhyggjum félagsins með þá  þróun sem er að eiga sér stað í kringum erlendar starfsmannaleigur.   Oft á tíðum er verið að greiða þessum erlendu starfsmönnum sem koma í gegnum erlendar starfsmannaleigur langt undir gildandi kjarasamningum. Gissur Pétursson  sagði að Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafi ákveðið í samráði við ráðuneyti dómsmála og félagsmála að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES samningsins.  Í þessu felst að afgreiðsla umsóknanna mun taka mun skemmri tíma en áður. Þannig er  áréttaður forgangur ríkisborgara þessara landa að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara landa utan EES svæðisins.  Með þessari ráðstöfun er einnig á skemmri tíma en áður unnt að koma til móts við  óskir atvinnulífsins um leyfi  til að ráða erlent vinnuafl.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar þessu breyta verklagi Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar við afgreiðslu á umsóknum um atvinnuleyfi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image