• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Sep

Fundað um málefni dönsku smiðanna sem starfa hjá Ístaki

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsgreinasamband Íslands og Samiðin funduðu í dag um málefni Ístaks og þá afstöðu sem Samtök atvinnulífsins hafa tekið í því máli.  Ákveðið var á fundinum að fela trúnaðarmanni  Ístaks  að óska eftir gögnum um kjör dönsku smiðanna, sem og kjör annarra erlendra starfsmanna sem á svæðinu starfa.  Því miður er það alltof algengt að fyrirtæki greiða ekki erlendum starfsmönnum eftir þeim kjarasamningum sem um störfin gilda.  Einnig   lagði  Verkalýðsfélag Akraness fram launaseðla og ráðningarsamninga frá þýskum smiðum sem starfa hér á Akranesi og sýna launaseðlarnir að ekki er verið að greiða eftir íslenskum kjarasamningum.  Verkalýðsfélag Akraness og Samiðn munu óska eftir fundi með fulltrúum fyrirtækisins sem hér um ræðir.  Verkalýðsfélag Akraness var búið að gera athugasemdir við launakjör þessara þýsku smiða, en fyrirtækið ákvað að vísa málinu til Samtaka atvinnulífsins og hafnaði að leiðrétta laun starfsmannanna.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image