• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir drögum að nýjum fyrirtækjasamningi fyrir starfsmenn Fangs ehf. Starfsmenn Fangs bíða eftir nýjum fyrirtækjasamningi
10
Aug

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir drögum að nýjum fyrirtækjasamningi fyrir starfsmenn Fangs ehf.

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir drögum að nýjum fyrirtækjasamningi frá eigendum Fangs ehf.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins sýnt jákvæðan vilja til að ganga frá fyrirtækjasamningi við Verkalýðsfélag Akraness.  Í þessum fyrirtækjasamningi munu öll helstu kjaraatriði vera sem áunnist hafa í stóriðjusamningum Íslenska járnblendifélagsins eins og launatafla, veikindaréttur, starfsaldurshækkanir, orlofs og desemberuppbætur.  Öll þessi kjaraatriði eru mun betri heldur en gerast í kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði.  Verkalýðsfélag Akraness á von á því að drög að nýjum  fyrirtækjasamningi muni liggja fyrir í byrjun næstu viku.  Vissulega getur brugðið til beggja vona í þessu máli, en eigendur hafa sýnt mikinn vilja til að klára samning á þessum nótum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image