• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með æðstu stjórnendum HB Granda Fyrrverandi forstjóri HB Granda Sturlaugur Sturlaugsson
12
Aug

Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með æðstu stjórnendum HB Granda

Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með æðstu stjórnendum HB Granda.  Ástæða þess að félagið óskar eftir fundi með stjórnendum fyrirtækisins er sú mikla óvissa sem upp er komin í einstaka  rekstrareiningum fyrirtækisins hér á Akranesi.  Starfsmenn Síldar og fiskimjölsverksmiðjunar eru til að mynda orðnir verulega uggandi um sinn hag.  Starfsmennirnir eru uggandi vegna þess að ekki hefur neinum afla verið landað hér til bræðslu frá því 18. mars sem þýðir að tekjur starfsmanna síldarverksmiðjunnar hafa dregist verulega saman og alger óvissa virðist ríkja um framhaldið.  Það hafa 5  starfsmenn síldarbræðslunnar af 12 nú þegar hætt störfum útaf þessu óvissu ástandi sem nú ríkir.  Einnig hafa skipverjar á Víkingi AK 100 óskað eftir því við Verkalýðfélag Akraness að það leiti svara  hjá stjórnendum fyrirtækisins um hvert hlutverk skipsins eigi að vera á næstu misserum.  Skipverjar hafa fengið þau boð að ekki verði haldið til síldveiða um miðjan september eins og áformað hafi verið. Þetta óvissuástand geta skipverjar illa sætt sig við. Stjórn Verkalýðsfélag Akraness hefur orðið töluverðar áhyggjur af þeirri þróun sem virðist vera að eiga sér stað hjá HB Granda hér á Akranesi.  Einnig hefur stéttarfélagið áhyggjur af því hver gætir hagsmuna okkar Akurnesinga eftir að þeir bræður Sturlaugur og Haraldur Sturlaugssynir létu af störfum hjá fyrirtækinu.  Vonandi reynast þessar áhyggjur ástæðulausar.  Við skagamenn verðum samt sem áður að vera vel á verði því hér eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur Akurnesinga, þetta er jú fjöreggið okkar. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image