• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Aug

Þingmenn Frjálslyndaflokksins óskuðu eftir að funda með formanni félagsins

Formaður og varaformaður Frjálslyndaflokksins hafa óskað eftir fundi með formanni Verkalýðsfélags Akraness.  Fundurinn verður í fyrramálið og hefst kl 10.00.   Formaður félagsins mun gera þingmönnunum grein fyrir þeim málum sem stéttarfélagið hefur verið að vinna að undanförnu, t.b málefni er lýtur að erlendu vinnuafli.  En fyrirtæki hafa því miður í auknu mæli náð í erlent vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur og hafa eins og dæmin sanna greitt þessum erlendu starfsmönnum langt undir gildandi kjarasamningum, og ekki eru greiddir skattar og skyldur til okkar samfélags af þessum erlendu starfsmönnum.  Þessu hefur stéttarfélagið verulegar áhyggjur af.  Einnig mun formaður félagsins gera þeim félögum grein fyrir áhyggjum félagsins af þeirri þróun sem átt hefur sér stað hjá HB Granda að undanförnu.    Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt  með að þingmenn kjördæmisins skuli fylgjast með starfsemi félagsins eins og raun ber vitni um.  Ekki alls fyrir löngu kom Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar í heimsókn á skrifstofu félagsins til að kynna sér starfsemi félagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image