• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Aug

Kristinn H Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir að funda með formanni Verkalýðsfélags Akraness

Kristinn H Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir að funda með formanni Verkalýðsfélags Akraness.  Ákveðið hefur verið að fundurinn verði á mánudaginn kemur og hefst hann kl. 10:00.   Formaður félagsins mun gera þingmanninum grein fyrir helstu málefnum sem félagið er að vinna að þessa stundina.  Að sjálfsögðu verður málið í kringum HB Granda það mál sem helst verður til umræðu á þessum fundi og þeim áhyggjum sem stéttarfélagið hefur af því máli.  Einnig ætlar formaðurinn að ræða við þingmanninn um  veggjaldið í Hvalfjarðagöngum en það er mat félagsins að hér sé um afar ósanngjarna skattheimtu um að ræða sem bitnar hvað harðast á Vestlendingum.   Það verður að segjast alveg eins og er að Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þann mikla áhuga sem þingmenn kjördæmisins sína Verkalýðsfélagi Akraness og starfsemi þess.  En í fyrradag voru þingmenn Frjálslyndaflokksins á fundi með formanni félagsins þar sem farið var yfir stöðu atvinnumála á okkar félagssvæði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image