• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Útlitið ekki gott hvað varðar nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs Endar kjaradeilan við Fang hjá ríkissáttasemjara ?
01
Jul

Útlitið ekki gott hvað varðar nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs

Útlitið er er ekki gott hvað varðar nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs.  Verkalýðsfélag Akraness hefur verið í sambandi við Samtök atvinnulífsins en þau fara með samningsumboðið fyrir eigendur Fangs.  Stjórn Fangs tók einhliða ákvörðun um hversu mikið laun starfsmanna Fangs skyldu hækka.  Við þá ákvörðun var litið til þeirra almennu kjarasamninga sem um störfin gilda sem og annarra launabreytinga á vinnumarkaði vegna sambærilegra starfa.  Einnig ákvað stjórn fyrirtækisins að fresta viðræðum hvað varðar önnur kjaraatriði  þar til haustsins.  Við þetta getur Verkalýðsfélag Akraness alls ekki unað.  Það er ekki á valdi stjórnar Fangs að ákveða það einhliða hversu mikið laun starfsmanna hækka.  Eins og áður sagði tók stjórn Fangs líka ákvörðun um að fresta viðræðum um nýjan kjarasamning til haustsins, og það án nokkurs samráðs við þau stéttarfélög sem hafa samningsumboð fyrir þau störf sem hér um ræðir.  Rétt er að það komi skýrt fram að kjarasamningur starfsmanna Fangs rann út 30. nóvember 2004, og hafa starfsmenn því verið samningslausir í 7 mánuði. Félagið hefur sett sig í samband við fulltrúa ríkissáttasemjara og greint honum frá þeirri stöðu sem upp er komin.  Á það skal bent enn og aftur að það er búið að semja fyrir starfsmenn Ij og Klafa.  Þær  launahækkanir sem stjórn Fangs hefur boðið sínum starfsmönnum er því miður ekki í samræmi við þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins og Klafa.    Krafa starfsmanna Fangs er skýr þ.e sambærilegar launahækkanir og aðrir á svæðinu fengu.  Annað er ekkert samgirni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image