• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað verður að öllum líkindum hjá ríkissáttasemjara eftir helgi Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum á mánudaginn kemur
08
Jul

Fundað verður að öllum líkindum hjá ríkissáttasemjara eftir helgi

Verkalýðsfélag Akraness bíður eftir að ríkissáttasemjari boði til fundar vegna kjaradeilu stéttarfélagsins við Fang ehf.  Félagið vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á miðvikudaginn var.  Ekki er ósennilegt að sáttafundur verði haldinn fljótlega eftir helgi.  Formaður félagsins mun funda með starfsmönnum á  mánudaginn kemur, og gera ýtarlega grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin.  Krafa stéttarfélagsins er hvell skýr og frá henni verður ekki hvikað þ.e sambærilegur samningur og gerður var við Klafa ehf.   Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá telja Samtök atvinnulífsins að í gildi sé Kjarasamningur fyrir starfsmenn Fangs.  Verkalýðsfélag Akraness hefur þegar sett sig í samband við lögmann félagsins vegna þessara túlkunar Samtaka atvinnulífsins  á ráðningarsamningum starfsmanna.  Félagið hefur þegar tekið ákvörðun um að haldi Samtök atvinnulífsins þessari túlkun til streitu þá muni félagið fara með málið fyrir félagsdóm.  Það er  mat félagsins að það geti ekki staðist að hægt sé að breyta kjarasamningum starfsmanna algerlega án samráðs við þau stéttarfélög sem hafa samningsumboð fyrir umrædd störf.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image