• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Jul

Ágreiningurinn við Samtök atvinnulífsins vegna Fangs ehf. fer fyrir félagsdóm !

Formaður félagsins fundaði með starfsmönnum Fangs í gær.  Tilefni fundarins var fara yfir stöðuna í kjaradeilunni við eigendur Fangs ehf.  Eins og marg oft hefur komið fram hér á heimasíðunni þá neita Samtök atvinnulífsins alfarið að það eigi eftir að ganga frá kjarasamningi fyrir starfsmenn Fangs.  Samtök atvinnulífsins segja að kjarasamningur á hinum almenna  vinnumarkaði  gildi fyrir starfsmenn fyrirtækisins.  Þessu hafna starfsmenn og Verkalýðsfélag Akraness algerlega.  Starfsmenn Fangs hafa alla tíð unnið eftir kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins sá kjarasamningur rann út 30. nóvember 2004.  Verkalýðsfélag Akraness hefur ekki gert nein kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs við Samtök atvinnulífsins, því er fráleitt hjá Samtökum atvinnulífsins að segja að í gildi sé kjarasamningur fyrir umrædd störf.  Það er ekki einhliða ákvörðun Samtaka atvinnulífsins að ákveða hver  kjör starfsmanna Fangs skulu vera á hverjum tíma fyrir sig.  Ákvarðanir um kaup og kjör starfsmanna verður ekki tekin nema samráði við þau stéttarfélög sem fara með samningsumboðið fyrir umrædd störf.  Vegna alls þessa hafa starfsmenn og Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að fara með málið fyrir félagsdóm og fá úr því skorið hvort ekki eigi eftir að gera kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs ehf.  Formaður félagsins hefur nú þegar gert forsvarsmönnum fyrirtækisins grein fyrir þessari ákvörðun. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image