• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Jul

Pólverjar án atvinnuleyfis að störfum hjá Spútnik bátum ehf.

Haft var samband við skrifstofu félagsins í dag og óskað eftir því við stéttarfélagið að það kannaði kjör og aðbúnað fimm Pólverja sem væru að störfum hjá fyrirtækinu Spútnik bátar ehf.   Formaður félagsins fór á vinnustaðinn og hafði tal af forsvarsmönnum fyrirtækisins.  Kom í ljós í samtölum við eigendur fyrirtækisins að engin Pólverjana hafði  atvinnuleyfi hér á landi.  Það kom einnig fram í máli forsvarsmanna fyrirtækisins að þeir hefðu gert samning við starfsmannaleigu í Póllandi sem heitir MK Trans & Service.  Í þeim samningi kemur fram að Spútnik ehf greiðir starfsmannaleigunni 2.1 milljón fyrir þriggja mánaða vinnu fyrir fimm Pólverja.  Það kemur líka fram í þessum samningi að Pólverjarnir er skyldugir til að skila að minnsta kosti 10 vinnustundum á dag.  Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki hafa hugmynd hvað starfsmannaleigan borgi Pólverjunum í laun það komi þeim ekkert við.   Pólverjarnir sjálfir hafa sagt starfsmönnum Þ & E að þeir séu með 77 þúsund krónur í  mánaðarlaun fyrir 240 klukkustundir á mánuði.  Það er alveg ljóst að Verkalýðsfélag Akraness mun fara af fullri hörku í þetta mál því hér er grafalvarlegt mál á ferð ef satt reynist.  Starfsmenn í skipasmíðastöðinni Þorgeirs & Ellerts þar sem Pólverjarnir eru að störfum hafa sagt formanni félagsins að þeir séu verulega uggandi um sinn hag og sína afkomu.  Starfsmenn Þorgeirs & Ellerts hafa líka sagt, ef það er hægt að ráða erlenda starfsmenn með þessu móti eins og Spútnik gerði, er atvinnuöryggi þeirra verulega ógnað.  Rétt er að benda á í lokin að Pólverjarnir fimm borga hvorki skatta né aðrar skyldur til samfélagsins.  Því er það mat Verkalýðsfélags Akraness að hér sé um mikið samfélagslegt vandamál á ferð.   Verkalýðsfélag Akraness er að skoða hvort málið verði kært til Sýslumannsins á Akranesi vegna brota á lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97 frá árinu 2002.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image