• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Pólverjarnir segjast vera með 77 þúsund krónur fyrir 240 vinnustundir á mánuði Pólverji að störfum
21
Jul

Pólverjarnir segjast vera með 77 þúsund krónur fyrir 240 vinnustundir á mánuði

Í kvöld fréttum Ríkissjónvarpsins var fjallað um málefni Pólverjanna sem starfa hjá fyrirtækinu Spútnik bátum.  Fréttamaðurinn hafði eftir  lögmanni fyrirtækisins  Sveini Andra Sveinssyni að samningurinn á milli Spútnik og starfsmannaleigunnar hljóðaði upp á 3.5 milljónir króna og að Pólverjarnir ynnu eftir lágmarkstaxta Eflingar.  Ekki veit Verkalýðsfélag Akraness hvaða samning Sveinn Andri hefur undir höndum.  En samningurinn á milli Spútnik og starfsmannaleigunnar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins afhenti formanni félagsins í gær hljóðar upp á 2.1 milljón fyrir fimm Pólverja og samningstíminn er þrír mánuðir.  Þetta stendur hvell skýrt í samningunum og hefur félagið afhent Sýslumanninum á Akranesi eintak af samningum.  Einnig var afar undarlegt að heyra haft eftir framkvæmdastjóra Spútnik báta að hann hefði ekki hugmynd um hver kjör Pólverjanna væru.  Hinsvegar var haft eftir Sveini Andra lögmanni framkvæmdastjórans að Pólverjarnir ynnu eftir kjarasamningi Eflingar.  Verður það að teljast afar undarlegt að lögmaðurinn viti eftir hvaða kjarasamningum Pólverjarnir fá greitt en ekki framkvæmdastjóri fyrirtækisins.  Eitt er alveg víst að Verkalýðsfélag Akraness mun fylgja þessu máli eftir af fullum þunga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image