• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við Spútnik báta ehf vegna Pólsku verkamannanna Samkomulag náðist við Spútnik báta
25
Jul

Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við Spútnik báta ehf vegna Pólsku verkamannanna

Samkomulag náðist í dag á milli eigenda Spútnik báta og Verkalýðsfélags Akraness um erlendu starfsmennina sem hafa starfað hér á landi að undanförnu án atvinnuleyfis.  Samkomulagið gengur út á það að sótt verður um atvinnuleyfi fyrir Pólverjanna fimm og þeim greitt eftir íslenskum kjarasamningum.  Einnig eru samningsaðilar sammála um að þetta sé eina leiðin til að tryggja að Pólverjarnir fái greitt lögbundinn starfskjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum.   Með þessu samkomulagi munu Pólverjarnir greiða skatta og aðrar skyldur til okkar samfélags.  Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með samkomulagið og er ekki í nokkrum vafa að hagsmunum Pólverjana eru vel tryggðir með þessu samkomulagi.  Hægt er að lesa samkomulagið með því að smella á meira. 

Fréttatilkynning frá Verkalýðsfélagi Akraness og Spútnik bátum ehf.

Verkalýðsfélag Akraness og Sputnik bátar ehf. hafa að undanförnu deilt um heimild Sputnik báta ehf. til að fá til starfa erlenda verkamenn á grundvelli þjónustusamnings við erlenda starfsmannaleigu. 

Sputnik bátar ehf. hafa borið fyrir sig að sá langi tími sem almennt tekur að fá atvinnuleyfi neyði fyrirtæki til að nýta sér þessa þjónustu. Verkalýðsfélag Akraness hefur hins vegar talið að umræddir verkamenn séu í þessu tilviki launþegar Sputnik báta ehf. og lúti því alfarið íslenskum lögum. 

Málsaðilar hafa unnið að lausn málsins  með hagsmuni hinna erlendu starfsmanna að leiðarljósi og samkomulag er nú um að Sputnik bátar ehf. sæki um tímabundið atvinnuleyfi fyrir starfsmennina og þeim verði tryggð lágmarkskjör á grundvelli viðkomandi kjarasamninga með skriflegum ráðningarsamningi. Eru aðilar sammála um að  þetta sé eina leiðina til að tryggja hinum erlendu starfsmönnum  lögbundinn starfskjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Verkalýðsfélag Akraness hefur á grundvelli  þessa dregið til baka kæru vegna málsins 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ingólfur Árnason stjórnarformaður Sputnik báta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image