• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jun

Forsvarsmenn Laugafisks ætla kynna fyrir bæjarbúum hvað þeir eru að gera til að draga úr lyktarmengun

Verkalýðsfélag Akraness vill minna á kynningarfund sem forsvarsmenn Laugafisks halda með íbúum Akraness þriðjudaginn 7. júní að Kirkjubraut 40, 3. hæð og hefst fundurinn kl 17:30.   Á fundunum verður kynnt hvað fyrirtækið hefur nú þegar gert, og er að gera til að draga úr lyktarmengun.   Það er vilji forsvarsmanna Laugafisks að starfa í sátt og samlyndi við sitt nánasta umhverfi, sem og  alla íbúa Akraneskaupstaðar.  Þess vegna vilja forsvarsmenn fyrirtækisins kynna fyrir bæjarbúum hvað fyrirtækið er að gera í þessum málum.   Verkalýðsfélag Akraness hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að finna farsæla lausn á þessu vandamáli sem snýr að lyktarmengun.  Formaður félagsins fundaði bæði með fulltrúum bæjarráðs, sem og framkvæmdastjóra Laugafisks og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála.  Þessir fundir með bæjarráðinu virðast hafa borið árangur þar sem heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur dregið til baka fyrri ákvörðun sína um að fyrirtækinu væri skylt að draga úr starfsemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Sem hefði haft þær afleiðingar að starfsemi Laugafisks hefði að öllum líkindum stöðvast.   Verkalýðsfélag Akraness hefur svo sannarlega orðið var við mikinn vilja hjá forsvarsmönnum Laugafisks til að finna lausn á þessu hvimleiða vandamáli.  Félagið hefur líka séð mjög margt sem fyrirtækið er nú þegar búið að gera til lausnar á þessu vandamáli. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image