• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
May

Einn réttur - ekkert svindl !

Krafa dagsins 1. maí 2005, „Einn réttur – ekkert svindl” vísar til sérstaks átaks sem Alþýðusambandið og aðildarsamtök þess hrinda af stað á morgun, 2. maí.

Markmið átaksins er:

  • Að verja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði bæði fyrir Íslendinga og útlendinga sem hér starfa.
  • Að koma í veg fyrir félagsleg undirboð á vinnumarkaði með erlendu vinnuafli í ólöglegri atvinnustarfsemi.
  • Að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja sem virða kjarasamninga og viðmið sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.
  • Að tryggja að atvinnustarfsemi greiði sinn skerf til samfélagsins og reksturs þess.

Átakið mun beinast gegn hvers konar ólöglegri starfsemi á vinnumarkaði. Það mun beinast gegn fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og stunda undirboð til að skapa sér samkeppnisforskot á markaði. Það mun hins vegar ekki beinast gegn erlendu launafólki sem komið hefur til starfa góðri trú um að allt væri í lagi og það sjálft því í fullum rétti.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image