• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
May

Verkalýðsfélag Akraness lagði fram kröfur vegna nýs kjarasamnings fyrir starfsmenn Fangs

Fundað var um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs á föstudaginn.  Stéttarfélögin lögðu fram kröfur sínar á fundinum og gerði formaður félagsins grein fyrir þeim.  Kröfurnar eru í samræmi við það sem um samdist við Íslenska járnblendið.   Verkalýðsfélag Akraness á eftir að semja við tvö fyrirtæki á Grundartangasvæðinu þ.e Klafi og Fang.  Verkalýðsfélag Akraness hefur miklar áhyggjur yfir þeim seinagangi  sem hefur einkennt allt í kringum þessar samningaviðræður.  Því eins og áður hefur komið  hér á síðunni, þá vilja starfsmenn og stéttarfélagið að eitthvað fari að gerast í þessum samningaviðræðum.  Kjarasamningar þessara fyrirtækja runnu út 1. desember 2004.  Ef ekkert markvisst gerist í næstu viku mun Verkalýðsfélag Akraness vísa deilunum til ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image