• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
May

Verkalýðsfélag Akraness lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna Laugafisks

Verkalýðsfélag Akraness hefur gríðarlega miklar áhyggjur vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er upp komin hjá Laugafiski.  Eins og fram kom í frétt sem birtist í Skessuhorni 4. maí þá hefur heilbrigðisnefnd Vesturlands  vítt Laugafisk vegna kvörtunar um lyktarmengun, og var fyrirtækinu gert að draga úr framleiðslu sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Verkalýðsfélag Akraness vill ekki hugsa það til enda ef aðgerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands gera það að verkum að starfsemin hjá Laugarfiski leggist af hér á Akranesi.  Það eru um 35 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness sem starfa hjá Laugafiski, þar af eru um 15 konur.  Verkalýðsfélagið hefur sett sig í samband við forsvarsmenn fyrirtækisins og lýst yfir áhyggjum á þeirri stöðu sem upp er komin.  Verkalýðsfélag Akraness veit fyrir víst að fyrirtækið er að leita allra leiða til að finna lausn á þessu hvimleiða vandamáli.  Hér verða allir að taka höndum saman og finna lausn á þessu vandamáli.  Það eru mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur Akurnesinga að farsæl lausn finnist sem allra fyrst.  Ekki mun Verkalýðfélag Akranes láta sitt eftir liggja til aðstoðar í þeim málum. 

Ekki ætlar félagið að gera litið úr þeim kvörtunum sem komið hafa frá nágrönnum nema síður sé.  Það eru samt sem áður einu sinni svo að við lifum á sjávarfangi og við búum þar sem fiskvinnsla er mjög stór þáttur í okkar atvinnulífi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image