• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Apr

Orlofs og desemberuppbætur starfsmanna Norðuráls hækkuðu um 112.488 við undirskrift samningsins (139%)

Kynningarfundirnir héldu áfram í morgun á nýgerðum kjarasamningi við Norðurál.  Það voru iðnaðarmenn, starfsmenn í Kerfóðrun, skautsmiðju og skrifstofufólk sem fengu sína kynningu í morgun og stóð kynningin til hádegis.  Það er ljóst að það eru nokkuð skiptar skoðanir með samninginn og er það sérstaklega vaktakerfið sem starfsmenn eru ekki á eitt sáttir með.  Hvað varðar launaliðina í kjarasamningum þá virðast starfsmenn almennt vera nokkuð sáttir með þann þátt samningsins.  Hagfræðingur ASÍ hefur látið það koma skýrt fram á öllum kynningarfundunum að þessi kjarasamningur sé einn sá besti sem gerður hefur verið í þessari samningalotu.  Vissulega hefði samninganefnd stéttarfélaganna viljað ná lengra í þessum áfanga en lengra var ekki komist og miðað við aðstæður er Verkalýðsfélag Akraness ánægt með samninginn.  Eitt lítið dæmi sem náðist í þessum kjarasamningi er hækkun á  orlofs og desemberuppbótum.  Fyrir samning voru þær.  40.458 kr. eða samtals 80.916 kr.  Eftir kjarasamning verða þær 96.704 kr. eða samtals 193.404 kr. sem er hækkun upp á 112.488 kr við undirskrift samningsins, hækkun sem nemur 139%

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image