• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Apr

Búið að kynna nýgerðan kjarasamning fyrir öllum starfsmönnum Norðuráls

Síðustu kynningarfundirnir voru haldnir í dag það voru B og D vaktirnar sem fengu sína kynningu í dag.  Það fór ekki á milli mála í þessum kynningum að væntingar starfsmanna til nýs kjarasamnings voru töluverðar.   Það eðlilegt að starfsmenn hafi haft væntingar til þessa samnings þar sem  kjarasamningur starfsmanna Norðuráls frá árinu 1998 var mun lakari heldur en aðrir stóriðjusamningar.   Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu félagsins þá er það aðallega breytingin á vaktafyrirkomulagi sem leggst illa í starfsmenn.   Það er samt sem áður mat Verkalýðsfélags Akraness að það hafi verið stígið mikilvægt skref í átt til jöfnunar á launum starfsmanna Norðuráls á við aðrar verksmiðjur.   Þó vissulega hefði félagið viljað jafna launin að fullu við Ísal í þessum samningum.  Lengra varð því miður ekki komist í þessari samningalotu.

Verkalýðsfélag Akraness vill þakka Ólafi Darra hagfræðingi Así kærlega fyrir aðstoðina við gerð þessa kjarasamnings, og einnig aðstoðina við kynningarnar á kjarasamningum, hún var ómetanleg. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image