• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Apr

Ekki góð niðurstaða að 48% starfsmanna Norðuráls séu óánægðir með nýgerðan kjarasamning

Það verður að segjast alveg eins og er að niðurstaðan úr kosningu um nýjan kjarasamning við Norðurál hefði svo sannarlega mátt vera afdráttarlausari heldur raunin varð.  Það er alls ekki gott fyrir fyrirtækið að 102 starfsmenn eða  48% þeirra séu ekki ánægðir með kjarasamninginn og hafi því greidd atkvæði gegn honum.  Það kom skýrt fram á kynningarfundunum að starfsmenn voru ekki á eitt sáttir með breytinguna á vaktafyrirkomulaginu.  Það kom líka fram á fundunum að starfsmenn voru almennt nokkuð sáttir við hækkanirnar á launaliðunum, þó vissulega hefðu menn viljað jafna launin við Ísal í þessum áfanga. 

Samningarnefnd stéttarfélaganna var það orðið ljóst að ekki yrði lengra komist án átaka.  Einnig lá það líka fyrir að kjarasamningurinn var að gefa starfsmönnum Norðuráls 24.5% á samningstímanum.  Kjarasamningar Ísals og Íslenska járnblendifélagsins sem voru gerðir fyrir skemmstu gáfu sínum starfsmönnum 21% á samningstímanum.  Því var samninganefndin sammála um að leggja nýgerðan kjarasamning í dóm starfsmanna.   Vegna þeirra staðreynda að ekki yrði lengra komist án átaka.  Starfsmenn Norðuráls kusu síðan um kjarasamninginn og niðurstaðan var  eins og flestir vita.  Einungis munaði fjórum atkvæðum að samningur hefði ekki verið samþykktur.  Vandamálið sem samninganefnd stéttarfélaganna átti við að etja í þessum samningaviðræðum, var að kjarasamningurinn sem gerður var 1998 fyrir starfsmenn Norðuráls var svo gríðarlega slakur.  Því voru væntingar starfsmanna vegna nýs kjarasamnings eðlilega mjög miklar og starfsmenn kröfðust leiðréttingar á sínum launakjörum á við aðrar verksmiðjur.  Lítið dæmi um þann launamun sem ríkti á sumum kjaraatriðum starfsmanna Norðuráls miðað við aðrar verksmiðjur, var að orlofs og desemberuppbætur voru fyrir samning  rétt rúmar 80.000 þúsund, verða eftir samning 193.404.  Hækka um 112.000 á ári.  Þessi mikla hækkun gerir ekkert annað en að jafna orlofs og desemberuppbætur á við aðrar sambærilegar verksmiðjur. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image