• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Apr

Samráðsnefnd Íslenska járnblendifélagsins fundaði í fyrsta skipti í gær

Þegar kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins var gerður þá var ákveðið að skipa samráðsnefnd með þremur fulltrúum starfsmanna og þremur frá fyrirtækinu.  Tilgangur með samráðsnefndinni var að bæta samskiptin milli starfsmanna og fyrirtækisins.  Mikil óánægja hafði verið hjá starfsmönnum um langt skeið með samskiptin við forsvarsmenn ÍJ.  Forsvarsmenn Íj sýndu mikinn vilja til að laga og bæta samskiptin við starfsmenn og þess vegna var Samráðsnefndin skipuð.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar því að fyrsti fundur samráðsnefndar skuli hafa verið haldinn í gær.   Ákveðið var á fundinum í gær að starfsmenn skyldu eiga áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum hjá Íslenska járnblendifélaginu, sem afar jákvætt fyrir starfsmenn.  Einnig kom til tals hjá nefndinni að funda hálfs mánaðarlega

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image