• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
24
Jan

Starfsmenn í kerskála Norðuráls hafa hækkað um allt að 222 þúsnd á mánuði á fjórum árum

Það er óhætt að segja að kjarasamningurinn sem Verkalýðsfélag Akraness tók þátt í að gera árið 2015 fyrir starfsmenn Norðuráls hafi svo sannarlega skilað starfsmönnum gríðarlega jákvæðum ávinningi.

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var í síðasta kjarasamningi samið um að tengja launahækkanir starfsmanna við mánaðarlegu launavísitöluna sem Hagstofan birtir mánaðarlega.

Formanni reiknast til að laun starfsmanna sem eru í vaktavinnu í kerskála (þar starfa flestir starfsmenn frá 1. Janúar 2015 til 1. Janúar 2019) hafi hækkað með öllu yfir 200 þúsund í heildarlaunum, en um síðustu áramót hækkuðu starfsmenn í launum um 5,69% eða í kringum 40 þúsund með öllu.

Rétt er að rifja upp launahækkanir starfsmanna Norðuráls frá 1. janúar 2015 til 1. janúar 2019

  • 1. Janúar 2015 hækkuðu laun um 6% auk 300.000 króna eingreiðslu til starfsmanna.
  • 1. Júní 2015 hækkuðu laun um     4,31%
  • 1. Janúar 2016 hækkuðu laun um 4,7%
  • 1. Janúar 2017 hækkuðu laun um 8,66%
  • 1. Janúar 2018 hækkuðu laun um 6,5%
  • 1. Janúar 2019 hækkuðu laun um 5,69%

Þetta þýðir að heildarlaun starfsmanns eftir 10 ára starf á vöktum í kerskála hafa hækkað með öllu úr 518.504 krónum á mánuði í 741.380 krónur eða sem nemur 222.876 krónum á mánuði, eða 42,98% á 4 árum.

Rétt er að geta þess að Verkalýðsfélagi Akraness hefur tekist að ná þessari launavísitölutengingu við önnur fyrirtæki þar sem félagsmenn VLFA starfa á Grundartanga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image