• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Mar

Mikill fjöldi félagsmanna nýtti sér þjónustu félagsins við gerð skattaframtala

Mikill fjöldi félagsmanna hefur nýtt sér þjónustu félagsins og fengið aðstoð við gera skattaframtöl sín.  Þessi þjónusta sem núverandi stjórn ákvað að ráðast í hefur mælst mjög vel fyrir hjá félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness.   Hefur stjórn félagsins ákveðið að bjóða uppá þessa þjónustu fyrir fullgilda félagsmenn ár hvert. 

16
Mar

Byrjað var í dag að kynna nýja kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið

Kynningarfundir vegna viðauka sem gerður var við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins var haldinn í dag á skrifstofu félagsins.  Það voru A og B vaktirnar sem komu og hlýddu á kynninguna í dag.  Vel var mætt af hálfu starfsmanna og gekk kynningin mjög vel fyrir sig.  Starfsmenn kusu um samning eftir að kynningunni lauk.  Næsta kynning verður með dagmönnum á morgun og hefst hún kl 20:00 annað kvöld.

16
Mar

Samningsaðilar stéttarfélaganna og fyrirtækisins eru að meta stöðuna sitt í hvoru lagi

Samningsaðilar voru sammála um að fresta kjaraviðræðum vegna kjarasamnings Norðuráls  fram yfir páska.  Eru samningsaðilar að fara yfir stöðuna sitt í hvoru lagi, því ljóst er að  alverulega ber á milli samningsaðila.  Væntingar starfsmanna til nýs kjarasamnings eru eðlilega miklar.  Skilaboðin sem samninganefndin hefur fengið á undanförnum dögum og vikum eru alveg hvell skýr það er jöfnun á við sambærilegar verksmiðjur annað kemur ekki til greina segja starfsmenn og undir það tekur Verkalýðsfélag Akraness . 

15
Mar

Kynningafundirnir um nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið hefjast á morgun

Kynningarfundir um viðaukan sem gerður var við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins verða haldnir eftirfarna daga á skrifstofu félagsins að Sunnubraut 13 Akranesi.

  • Miðvikudag kl. 13:00 A vaktin - kl. 16:00 er B vaktin
  • Fimmtudag kl. 20:00 eru dagmennirnir
  • Föstudag    kl. 13:00 er E vaktin - kl. 16:00 er D vaktin
  • Sunnudag  kl. 16:00 er C vaktin

Kosið verður um samninginn eftir kynninguna

15
Mar

Fundað var í dag um kjarasamning Norðuráls hjá ríkissáttasemjara

Samningafundur var haldinn  með forsvarsmönnum Norðuráls í dag.  Fundað var í húsakynninum  ríkissáttasemjara.  Ekkert markvisst gerðist á fundinum í dag en aðilar eru að ræða saman og reyna að finna einhverja lausn sem báðir aðilar geta verið ásáttir með.  Ljóst er samt sem áður að töluvert ber á milli aðila.   Á morgun munu nokkrir úr samninganefnd stéttarfélaganna funda með hagfræðingi ASÍ og fulltrúum Norðuráls.    Eftir þennan fund á morgun mun væntanlega verða ákveðið hvernig framhaldinu verður háttað í þessum viðræðum   

14
Mar

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið í dag

Skrifað var undir viðauka við kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins seinni partinn í dag hjá ríkissáttasemjara.   Það sem hefur áunnist frá því að kjarasamningurinn var felldur er að það er búið að flýta róteringu starfmanna milli starfsstöðva niður í einn mánuð.  Starfsmenn fóru fram á að kaupaukar á vissum svæðum yrðu áfram til staðar.   Það er skemmst að  frá því að segja að fyrirtækið samþykkti alla þá staði sem starfsmenn óskuðu eftir að yrðu áfram kaupaukaskildir.   Greiðsla fyrir hvern kaupauka verður 41.72 króna.   Varðandi bónusmálin þá samþykkti fyrirtækið að hafa lágmarksbónus næstu þrjá mánuði uppá 4.2% en samningsaðilar höfðu gert ráð fyrir að meðaltalsbónus þessa árs yrði 2.2%.  Vegna skilatímana þá mun fyrirtækið ekki standa fyrir námskeiðum á sumarorlofstímanum og einnig mun fyrirtækið tilkynna starfsmönnum  með tveggja vikna fyrirvara hvenær námskeiðin verða haldinn.

 Það kemur bókun um að taka upp samvinnu og samráð milli starfsmanna og fulltrúa fyrirtækisins, nefndin verður skipuð þremur fulltrúum starfsmanna og þremur fulltrúum frá fyrirtækinu. 

 Eingreiðsla vegna breytinga á bónuskerfinu hækkar úr 15.000 þúsund í 50.000 þúsund.  Orlofs og desemberuppbótin hækkar úr 92.327 í 96.704. 

Þetta voru helstu atriðin sem breyttust. 

Ákveðið hefur verið að kynna samninginn í þessari viku og verður fyrsta kynningin á miðvikudaginn en þá koma A vaktin og síðan B vaktin.  

Á fimmtudeginum verða það dagmenn sem fá sína kynningu. 

Á föstudaginn verða E vaktin og síðan D vaktin og að endingu á sunnudeginum verður það C vaktin sem fær sína kynningu.  Hægt verður að kjósa um samninginn eftir hverja kynningu fyrir sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image