• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Playa Flamenca - Gala - Jarðhæð B

Sumarið 2022 er Verkalýðsfélag Akraness með á leigu þessa æðislegu íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýli rétt hjá La Zenia verslunarmiðstöðinni á Orhiuela, Villa Martin/ Torrevieja svæðinu.

Þetta er ný 3ja herbergja (2 svefnherbergi) orlofsíbúð með sérinngangi og tveimur baðherbergjum á jarðhæð ásamt sér bílastæði sem tilheyrir íbúðinni í lokuðum bílakjarna. Íbúðin er mjög vel staðsett, nálægt golfvöllum, La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni, veitingastöðum, La Zenia ströndinni og allri helstu þjónustu. Nútímaleg íbúð, umkringd stórri sundlaug, tveimur nuddpottum og barnasundlaug. Fallegur garður sem er tilvalinn til að sleikja sólina.

 

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, tvö svefnherbergi, stofu og tvö baðherbergi. Eigninni fylgir eins og áður sagði sér bílastæði í lokuðum bílakjarna. Frá stofu er gengið út á flísalagða verönd. Framhaldi af veröndinn er blettur með gervigrasi og golfholu þar sem tilvalið er að æfa púttinn fyrir komandi golfhring à þeim glæsilegu golfvöllum sem eru í boði à svæðinu.

Íbúðin er með flísum á gólfum, gólfhita á baðherbergjum. Ný útihúsgögn ásamt WEBER rafmagnsgrilli.

 

Spánarheimili  getur útvegað leigjendum okkar allskonar aukaþjónustu, meira að segja komið ykkur til og frá flugvellinum í Alicante.

Íbúðin er að hámarki fyrir 4 manneskjur. 

 

Það er NAUÐSYNLEGT að leigjendur hafi samband við skrifstofu VLFA amk viku fyrir brottför.

Kort af svæðinu

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image