Berjabraut 10, Kjós
Bústaðurinn er 83 m2 með tveimur svefnherbergjum og rúmgóðu lofti. Í hvoru svefnherbergi eru tvíbreið rúm og á loftinu er eitt tvíbreitt rúm og tvær aukadýnur. Að auki er barnarúm í öðru svefnherberginu. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns. Orlofssjóður eignaðist húsið haustið 2011, en húsið var byggt 2005.
Góður pallur er í kringum bústaðinn og að hluta yfirbyggður, gasgrill á palli.
Lyklar eru afhentir á skrifstofu félagsins, Þjóðbraut 1, ásamt tuskum og gólfmoppu. Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði, diskaþurrkur og salernispappír.