Húsasund 16, Hraunborgum
Í Hraunborgum á félagið 41 m2 A-bústað með tveimur svefnherbergjum uppi á lofti. Í öðru herberginu er tvíbreitt rúm en í hinu eru tvö einbreið rúm (ný vor 2009) og tvær aukadýnur. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Á baðstofuloftinu er búið að endurnýja öll rúm (vantar nýrri mynd).
Í kringum bústaðinn er góður pallur með heitum potti, gasgrilli og garðhúsgögnum.
Á sumrin sér þjónustumiðstöðin í Hraunborgum um lyklaafhendingu gegn framvísun leigusamnings. Þar er einnig sundlaug, minigolf og fleira sem opið er yfir sumartímann.
Yfir vetrartímann eru lyklar eru afhentir á skrifstofu félagsins, Sunnubraut 13, ásamt tuskum og gólfmoppu. Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði, diskaþurrkur og salernispappír.
Þetta er lokað svæði, þannig að gestir þurfa að nálgast síma á skrifstofunni hjá okkur áður en farið er af stað.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér.