Ásendi 9, Húsafelli
Bústaðurinn er 82 m2 með tveimur svefnherbergjum. Í hvoru svefnherbergi er hjónarúm og í gestahúsi er hjónarúm. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns. Góður pallur er í kringum bústaðinn, heitur pottur, gasgrill og garðhúsgögn.
-ATH, eins og stendur er gestahús ekki í nothæfu ástandi -
Lyklar eru afhentir á skrifstofu félagsins, Þjóðbraut 1, ásamt tuskum og gólfmoppu. Gestir þurfa sjálfir að fara með rúmföt, handklæði, diskaþurrkur og salernispappír.
Kort af sumarhúsabyggðinni í Húsafelli er hér.