Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 4309900 | skrifstofa@vlfa.is
Stærra letur Minna letur
0

SÉRKJÖR OG AFSLÆTTIR

 • Apótek Vesturlands  
 • Brautin ehf
 • Galleri Ozone
 • LH bókhald ehf
 • Model
 • N1
 • Olís
 • Orkan
 • Omnis
 • Rafþjónusta Sigurdórs ehf
 • Snyrtistofan Dekur
 • Trésmiðjan Akur
 • VÍS 
 • Ökukennsla Sigga Trukks 
 • Ökukennsla Ágústu Friðriksd.
 • Knattspyrnufélag ÍA

0
0

LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA 

Félagsmenn geta fengið ókeypis lögfræðirágjöf hjá lögmanni félagsins með því að panta sér viðtalstíma á skrifstofu félagsins í síma 430-9900

 

0
26. apríl 2017

Formaður félagsins hélt erindi fyrir Kiwanisklúbbinn á Akranesi

Það gerist nokkuð oft að óskað er eftir því að formaður Verkalýðsfélags Akraness haldi erindi hjá hinum ýmsu félagasamtökum og nánast undantekningalaust verður formaður við þeirri beiðni en hann hefur haldið erindi víða í gegnum árin þar sem málefni verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunir launafólks eru til umfjöllunar.

 

Síðastliðinn mánudag hélt formaður eitt slíkt erindi en meðlimir í Kiwanisklúbbnum á Akranesi óskuðu eftir að formaður héldi erindi um verkalýðshreyfinguna og baráttumál verkafólks og að sjálfsögðu varð formaður við því erindi. Formaður fjallaði um ýmislegt í þessu erindi, meðal annars um starfsemi Verkalýðsfélags Akraness og mikilvægi stéttarfélaga á Íslandi. Nefndi hann sem dæmi að frá því að ný stjórn tók við VLFA þann 19. nóvember 2003 þá hefur félagið innheimt vegna ýmissa kjarasamningsbrota fyrir sína félagsmenn yfir 400 milljónir króna.

 

Hann ræddi einnig um vexti og verðtryggingu og upplýsti í erindi sínu að það hefur verið mikið baráttumál VLFA að tekið sé hér á okurvöxtum fjármálakerfisins og verðtryggingu. Einnig fjallaði hann um lífeyrissjóðskerfið og nefndi sérstaklega í því samhengi að kerfið sé farið að vinna gegn hagsmunum launafólks í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið stóra hluti í mörgum fyrirtækjum á Íslandi þar sem sjóðirnir æpa á góða arðsemi sem bitnar á sjóðsfélögunum sjálfum í formi hærra vöruverðs og að kaupgjaldi er haldið niðri.

 

Það er alltaf ánægjulegt að halda slík erindi og kynna starfsemi félagsins og kom fram í máli formanns að Verkalýðsfélag Akraness er gríðarlega sterkt bæði félagslega og fjárhagslega og hefur látið til sín taka í mörgum málum er lúta að hagsmunum launafólks á Íslandi og oft á tíðum langt umfram stærð félagsins.  

 

0
0