• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
May

Fyrsta skóflustungan tekin að stækkun álvers Norðuráls

Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að væntanlegri stækkun álvers Norðuráls við Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonna framleiðslugetu. Fulltrúar Century Aluminum, nýs eiganda Norðuráls, og yfirmenn Norðuráls tóku skóflustunguna en viðstaddir voru m.a. starfsmenn og fulltrúar sveitarfélaga. Jarðvegsframkvæmdir hefjast þegar eftir helgina á vegum Íslenskra aðalverktaka og á þeim að verða lokið í haust. Sjálf byggingin verður boðin út í júní. 

Stækkuð álverksmiðja á að taka til starfa vorið 2006 og þegar framkvæmdum lýkur munu 320 manns starfa hjá Norðuráli. Er það 130 störfum meira en nú eru í verksmiðjunni. Áætluð fjárfesting í stækkuninni er 23 miljarðar króna og mun verðmæti útflutnings aukast um 12 milljarða króna á ári. Við framkvæmdirnar skapast um þúsund ársverk á verktímanum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image