• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jun

Bjarg íbúðarfélag afhenti fyrstu íbúðirnar á föstudaginn

Fyrstu leigjendur Bjargs íbúðafélags fengu á föstudaginn afhenta lyklana af íbúðum sínum við Asparskóga 12 og 14 á Akranesi.

Bjarg íbúðarfélag er á vegum verkalýðsfélaga innan ASÍ en um er að ræða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarmarkmiða og ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Við afhendingu íbúðanna við Asparskóga var bæjarstjórn Akraness viðstödd sem og formaður Verkalýðsfélags Akraness. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ávarpaði viðstadda og þakkaði öllum þeim sem komu að byggingu húsanna fyrir þetta skref til að tryggja öruggt leiguhúsnæði á Akranesi á viðráðanlegum kjörum.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði að verkalýðshreyfingin væri afar stolt af þessu verkefni sem lýtur að því að tryggja tekjulágu fólki öruggt húsnæði á hagstæðum kjörum. Formaður VLFA þakkaði Akraneskaupstað sérstaklega fyrir það stofnframlag sem bærinn kom með sem er umtalsvert hærra en Reykjavíkurborg lagði fram gagnvart íbúðum sem Bjarg er með í byggingu í Reykjavík.

Allt þetta gerir það að verkum að leiguverð á þessum íbúðum er það hagstæðasta sem Bjarg íbúðarfélag getur boðið eins og staðan er núna. Formaður VLFA óskaði nýjum leigjendum innilega til hamingju og vonar að allir verði ánægðir í þessum nýju glæsilegu húsakynnum verkalýðshreyfingarinnar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image