• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Jun

Verkalýðsfélag Akraness vísar kjaradeilu við Akraneskaupstað til ríkissáttasemjara

Nú eru að verða liðnir þrír mánuðir frá því kjarasamningar starfsmanna sveitarfélaga runnu út gagnvart Sambandi íslenska sveitarfélaga og enn er ekki komin á kjarasamningur.

Verkalýðsfélag Akraness lagði fram ýtarlega kröfugerð þann13. maí til fulltrúa kjaramálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en félagið hefur hvorki heyrt né fengið viðbrögð frá sambandinu eftir þann fund.

Á þessum eina fundi sem VLFA hefur átt með sambandinu gerði félagið alvarlegar athugasemdir við þann hægagang sem einkennt hefur viðræðurnar er lýtur að nýjum kjarasamningi til handa starfsmönnum sveitarfélaga. Enda ótrúlegt að ekki sé hægt að ganga hratt og örugglega frá nýjum kjarasamningi í anda lífskjarasamningsins sem undirritaður var á hinum almenna vinnumarkaði þann 3. apríl 2019.

Það er mat félagsins að þessi hægagangur og tregða til að ganga frá nýjum kjarasamningi sé alls ekki boðleg fyrir alla þá sem starfa hjá sveitarfélögunum. Það er mat formanns félagsins að það ætti að geta verið fljótlegt að ganga frá nýjum samningi í anda lífkjarasamningsins eins og kröfugerð félagsins byggist á.

Í ljósi þess að nú eru þrír mánuðir frá því kjarasamningur VLFA við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út og ekkert er að gerast í viðræðum þá sér Verkalýðsfélag Akraness sig knúið til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image