• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
May

Kjarasamningar Iðnaðarmenn

Þann 3. maí s.l. undirritaði Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga sinna, kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd aðildarfyrirtækja og meistarafélaga innan SI. 7 maí var undirritaður samningar við Bílgreinasambandið og Félag pípulagningarmeistara sem er efnislega samhljóða samningum við SA

Helstu atriði samningsins eru:
• Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 og til októberloka 2022.
• Launatöflur eru einfaldaðar. Byrjendataxtar hækka að lágmarki um 90.000 kr. Byrjunarlaun sveina hækkar um 114 þúsund krónur. (sjá launataxta í kynningu á netinu)
Almenn launahækkun er:
• 1. apríl 2019 er kr. 17.000.
• 1. apríl 2020 er kr. 18.000.
• 1. janúar 2021 er kr. 15.750.
• 1. janúar 2022 er kr. 17.250.
• Eingreiðsla 26.000 er kr. og kemur til útborgunar í maí 2019. 
Hagvaxtatengdar launahækkanir
• Á árunum 2020 - 2023 komi til framkvæmda launahækkun að gefinni ákveðinni þróun hagvaxtar á hvern íbúa. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og 75% á önnur laun. Hagvaxtartengdar launahækkanir koma til áhrifa 1. maí árin 2020, 2021, 2022 og 2023 og byggjast á hagvaxtartölum ársins á undan, reiknuðum af Hagstofu Íslands. 
Breytingar á vinnutíma – virkur vinnutími - 1. apríl 2020
• Kaffitímar falla út úr virkum vinnutíma, engin breyting á töku kaffitíma nema með ákvörðun á vinnustað.
• Ný deilitala dagvinnu verður 160, í stað 173,33 
• Hækkar dagvinnulaun um 8,33% - mánaðarlaun verða óbreytt
• Virkur vinnutími í dagvinnu er 37 klst. og 24 mínútur

1.april 2020 - Nýjar yfirvinnuprósentur
o Yfirvinna 1: 1,02% af mánaðarlaunum (63,2% álag á dagvinnustund í nýju kerfi miða við deilitölu 160 og 76,7% m.v. eldra kerfi og deilitölu 173,33) hámark 17,33 yfirvinnustundir á mánuði.
o Yfirvinna 2: 1,10% af mánaðarlaunum (Refsiálag) (76% álag á dagvinnustund í nýju kerfi og 90,7% m.v.eldrakerfið og deilitölu 173,33) eftir 17,33 yfirvinnustundir og milli klukkan 00:00 og 06:00

1. janúar 2021
o Yfirvinna 1: 1,00% af mánaðarlaunum (60% álag á dagvinnustund í nýju kerfi m.v. deilitölu 160 og 73,3% í eldrakerfinu m.v. deilitölu 173,33) að hámarki 17,33 yfirvinnustundir.
o Yfirvinna 2: 1,15% af mánaðarlaunum (Refsiálag) (84% álag á dagvinnustund í nýju kerfi m.v. deilitölu 160 en 99,3% m.v. eldra kerfi og deilitölu 173,33) eftir 17,33 yfirvinnustundir og milli klukkan 00:00 og 06:00

• Stórhátíðarálag helst óbreytt, 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu (138,3% m.v. 173,33 deilitölu)
Frá 1. apríl 2020 – ný deilitala 156
o Starfsmenn og fyrirtæki geta stytt vinnutíma á vinnustað niður í 36 klst. á viku (156 klst. á mánuði) með samkomulagi sín á milli, meirihluti starfsmanna þarf að samþykkja slíkt.

 janúar 2022
o Ef fyrirtæki vill ekki stytta vinnutíma með samkomulagi þá geta starfsmenn einhliða stytt vinnutímann, fellt út formleg kaffihlé, og verður vinnutími á viku 36 klst 15 mínútur!
Raunveruleg stytting vinnutíma er þá 3 klst 45 mínútur. Þar af 50 mínútur hrein stytting auk niðurfellingar kaffitíma upp á 2:55.
o Gert í “Stöðluðum, valkvæðum fyrirtækjaþætti”
o Starfsmenn ákveða þessa styttingu í leynilegri atkvæðagreiðslu sín á milli! 
o Virkur vinnutími á viku 36 klst. og 15 mínútu.

Yfirvinna 1 
• Gildir um fyrstu 17,33 klst á launatímabili/mánuði að meðaltali m.v. fullt starf.

Yfirvinna 2 (refsiálag)
• Greiðist af vinnu umfram 177,33 á launatímabili/mánuði!
• Gildir alltaf á nóttunni, frá kl. 00:00 - 06:00
• Verði vinnutími styttur í 156 klst á mánuði lækkar þetta í 173,33 klst

Skýringar á yfirvinnu 1 og 2. 
a) Hjá starfsmanni í fullu starfi sem skilar 37 klst. dagvinnu á viku að meðaltali á launatímabili / mánuði (160 klst. m.v. meðalmánuð) er yfirvinna 1 greidd fyrstu 4 klst. á viku að jafnaði eða 17,33 klst. á mánuði m.v. meðalmánuð. Yfirvinna 2 er greidd fyrir yfirvinnu umfram það.

b) Ef starfsmaður skilar ekki fullri dagvinnu vegna vinnuskipulags eða fjarvista er miðað við að yfirvinna 2 sé greidd þegar starfsmaður hefur skilað 41 klst. á viku að meðaltali á mánuði eða 177,33 klst. m.v. meðalmánuð.

c) Dagvinnustundir á sérstökum frídögum, í orlofi, veikindatilvikum eða launalausu leyfi teljast þó sem hluti 37 klst. vinnuviku / 160 klst. mánaðar. Slíkar fjarvistir teljast til vinnustunda í skilningi a) liðar.

d) Óunnin yfirvinna, sem t.d. er greidd vegna skerðingar á hvíldartíma og aukagreiðsla vegna vinnu í greiddum neysluhléum utan dagvinnutímabils, telst ekki með tímum sem safnast upp og veita rétt til greiðslu yfirvinnu 2.

Hækkanir launaliða 
 Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2019 verði orlofsuppbót kr. 50.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2020 verði orlofsuppbót kr. 51.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021 verði orlofsuppbót kr. 52.000. 
o Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 verði orlofsuppbót kr. 53.000.

 Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
o Á árinu 2019 92.000 kr.
o Á árinu 2020 94.000 kr.
o Á árinu 2021 96.000 kr.
o Á árinu 2022 98.000 kr.
• Mælingatala, verkfæra og fatagjald hækka um 2,5% í hvert sinn 1. apríl 2019, 1. apríl 2020, 
1. janúar 2021 og 1. janúar 2022

Önnur atriði

Þjónusta utan bakvakta
Þjónusta utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum. Sé starfsmanni sem ekki er á bakvakt gert að sinna þjónustu með fjarlausnum eða símhringingum í frítíma sínum skal samið um þóknun vegna þess ónæðis sem af því hlýst. Tilgreina skal þóknun í ráðningarsamningi. Með fjarlausnum er átt við vinnu sem starfsmaður getur unnið utan vinnustaðar með tölvubúnaði. 
Við mat á þóknun skal meðal annars litið til þess: 
a. Hversu líklegt er að starfsmaður verði fyrir röskun vegna þjónustunnar. 
b. Hversu mikið vinnuframlag er farið fram á að hálfu starfsmanns vegna þjónustunnar þegar hennar er krafist.
c. Hversu tafarlausra viðbragða er krafist af hendi starfsmanns.
d. Á hvaða tíma sólahrings starfsmaður kann að vera beðinn um að veita þjónustuna.

Bakvaktarákvæði
Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli með skömmum fyrirvara (innan klukkustundar) fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt. 
• Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja klukkustunda fær hann greitt sem svarar 25% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt.
• Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja til fjögurra klukkustunda fær hann greitt sem svarar 16,5% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt. 
• Fyrir bakvakt á helgidögum (öðrum en sunnudögum) og stórhátíðardögum greiðist 50% hærra bakvaktarálag en skv. ofanskráðu.
• Bakvaktir skal boða með minnst tíu daga fyrirvara og bakvaktaskrá skal að öllu jöfnu ekki gilda í skemmri tíma en tvær vikur.

Um ónæði vegna síma
• Séu símanúmer starfsmanna gefin upp af hálfu fyrirtækisins skal við launaákvörðun tekið tillit til þeirrar vinnu sem af því hlýst. 
Orlofsávinnsla
• Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.
Veikindi barna
• Veikindaréttur vegna barna á jafnframt við um börn undir 16 ára aldri í alvarlegum tilvikum sem leiða til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag.

Kynningafundir:
Kynningafundur verður mánudaginn 13. maí kl. 17:00 í Stórhöfða 31, 112 Reykjavík. Fundurinn er á fyrstu hæð, gengið inn Grafarvogsmegin
Kynningafundur verður haldinn í Hofi, Akureyri miðvikudaginn 15. maí kl. 17:00. Fundurinn er sameiginlegur með öðrum iðnaðarmannafélögum sem stóðu að samfloti í samningsgerðinni.
Kynningafundir verða haldnir víðar um land sameiginlega með öðrum iðnaðarmannafélögum. Fylgist með á heimasíðu félagsins um nánari tímasetningu.

Atkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram með rafrænum hætti. Aðgengi að atkvæðagreiðslunni er gegnum heimasíðu þíns félags. Til þess að kjósa þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér samninginn á heimasíðu félagsins og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. 
Fyrirtækið APmedia ehf. sér um rafræna kosningu um samninginn. Öll svör vistast í tölvukerfi fyrirtækisins, sem tryggir nafnleynd og að útilokað er að rekja svör til einstaklinga.
Atkvæðagreiðslan hefst föstudaginn 10. maí 2019, kl. 16:00 og mun standa til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21. maí 2019.

 

Hér er linkur inn á rafrænar kosningar

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image