• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
May

Sveitarfélagssamningar, kröfugerð

Formaður félagsins átti samningarfund með forsvarsmönnum Sambands íslenskra sveitafélaga í gær en eins og flestir vita þá runnu kjarasamningar starfsmanna sveitafélaganna út 31. mars síðastliðinn.

Á fundinum kom fram í máli formanns VLFA að hann væri ósáttur við þann hægagang í þessum viðræðum enda liðinn einn og hálfur mánuður frá því samningurinn rann út. 

Þessu til viðbótar liggur fyrir að búið er að ganga frá lífkjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði sem var afar hagstæður fyrir alla sem taka laun eftir launatöxtum og er sá samningur að sjálfsögðu stefnumarkandi fyrir þá samninga sem félagið á eftir að gera við ríki og sveitafélög.

Formaður fór á fundinum í gær yfir kröfugerð félagsins en fram kom í þeirri kröfugerð að launaliðurinn er algerlega uppbyggður eins og kveðið er á um í lífkjarasamningum sem og að tekinn verði upp svokallaður hagvaxtarauki eins og gert var í lífkjarasamningum.

Kröfugerðin er í 18 liðum og vonar formaður að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi við Samband íslenskra sveitafélaga fyrr en seinna enda óþolandi sá dráttur sem búinn er að eiga sér stað hvað nýjan samning varðar.

Í morgun fundaði formaður síðan með bæjarstjóra öðrum forsvarsmönnum bæjarins þar sem sérmál félagsins voru til umræðu og kom fram í máli formanns að skýr krafa sé að bætt verði í sérmálin með einum eða öðrum hætti við gerð þessa samnings.

 

Hér má sjá kröfugerðina

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image