• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
May

Verkalýðsfélag Akraness styrkir Heilbrigðisstofnun Akranes um 1,5 milljón

Verkalýðsfélag Akraness hefur ætíð reynt að láta gott af sér leiða til brýna samfélagsmála á okkar félagssvæði og nægir í því samhengi að nefna að félagið hefur styrkt hin ýmsu góðgerðamál.

Á hverju ári styrkir félagið þá sem sárt eiga um að binda fyrir jólin og það hefur félagið gert með því að afhenta Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og sóknarprestinum á Akranesi bónuskort sem þessir aðilar úthluta til þeirra sem eiga í fjárhagsvandræðum fyrir hátíðarnar.

Einnig hefur félagið tekið þátt í að styrkja nokkur brýn verkefni eins og söfnun fyrir neyðarkerru til handa Rauða krossdeild Vesturlands og einnig hefur félagið í tvígang styrkt sjúkrahús Akranes við kaup á sneiðmyndatæki.

Á síðasta aðalfundi félagsins var síðan samþykkt að styrkja Sjúkrahús Akraness um 1,5 milljón til kaupa á þremur nýjum sjúkrarúmum en það er mat stjórnar félagsins og aðalfundar að mjög mikilvægt sé að fyrir okkar félagsmenn að hér á Akranesi sé öflug heilbrigðisþjónusta þar sem veitt er góð þjónusta og til staðar sé góður tækjabúnaður.

Formanni félagsins var falið afhenda þessa 1,5 milljón frá félaginu á aðalfundi Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem haldinn var á síðasta laugardag og var mjög ánægjulegt að heyra þau hlýju orð sem féllu í garð Verkalýðsfélags Akraness vegna þessara styrks.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image