• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
May

Kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn undirritaður

Verkalýðsfélag Akraness er með iðnaðarmannadeild og er aðili að Samiðn en 3. maí var undirrtiaður nýr kjarasamningur fyrir iðnaðarmenn og er hann í megin atriðum eins og lífkjarasamningurinn sem undirritaður var fyrir verka-og verslunarfólk 3. apríl

Megin áherslur iðnaðarmanna í þessum samningum voru að tryggja þann árangur sem við höfum verið að ná á síðustu árum og tryggja forsendur fyrir áframhaldandi kaupmætti á samningstímanum, uppfæra kauptaxtakerfið og stytta vinnuvikuna.

Varðandi almennar hækkanir tekur samningurinn mið af þeim samningum sem gerðir voru 3. apríl s.l. Áherslan er á að lyfta þeim sem eru með lág laun en með nýju launakerfi í gegnum fyrirtækjasamninga á seinnihluta samningstímans, verði horft til heildarinnar.
Samningurinn gildir frá 1. apríl og eiga því allir að fá við næstu útborgun ef samningarnir verða samþykktir 17.000 kr. fyrir apríl, 17.000 kr. fyrir maí og 26. 000 kr. eingreiðslu. Orlofsuppbótin hækkar um 2000 kr. og verður 50.000. kr. Ef einstaklingur hefur fengið orlofsuppbót greidda kr. 48.000 eins og hún var 2018 eiga þeir að fá greiddar til viðbótar 2000 kr. og verður viðbótin 62.000 kr. en hjá þeim sem ekki hafa fengið greidda orlofsuppbót kr. 110.000 kr. um næstu mánaðarmót.

Varðandi kauptaxtakerfið þá náðist samkomulag um að stokka það upp og færa og skera neðstu taxtana af og í framtíðinni verði launaákvarðanir meira út í fyrirtækjunum í gegnum nýtt launakerfi. Við bindum miklar vonir við innleiðingu nýs launakerfis og að það geti skilað góðum árangri þegar frammi sækir. Ef vel til tekst ætti það að skila sér til allra bæði í stórum og minni fyrirtækjum en það ræðst að miklu leyti á því hvernig stéttarfélögin fylgja málinu eftir.

Á næstu mánuðum verður lögð vinna í að útfæra launakerfið en í kjarasamningum eru lagðar megin línurnar sem eftir er að útfæra betur. Í framhaldinu verður launakerfið kynnt ekki síst fyrir trúnaðarmönnum á vinnustöðum og þegar kemur fram á næsta ár hefst innleiðingin á vinnustöðum.

Kjarasamningurinn tryggir að stigin verða áþreifanleg skref í styttingu vinnuvikunnar. Í fyrsta lagi verður tekinn upp virkur vinnutími sem þýðir að virkur vinnutími verður 37 vinnustundir á viku frá 1. apríl 2020 sem hækkar tímavinnu einingu í dagvinnu um 8,33% en heildarlaun verða óbreytt miðað við 40 vinnustundir. Frá sama tíma verður breyting á yfirvinnu og verður hún tvískipt. Yfirvinna eitt, sem er fyrir 16 yfirvinnustundir á fjögra vikna launatímabili, og yfirvinna tvö, sem greiðist fyrir vinnutíma umfram 41 virka klst. á viku að meðaltali á launatímabili /mánuði. Yfirvinna tvö er einnig greidd fyrir vinnu á nóttu á tímabilinu frá kl. 00.00-06.00.

Fyrsta janúar 2021 er gert ráð fyrir að stigið verði skref tvö en þá opnast möguleiki á að semja um styttingu vinnuvikunnar í 36 vinnustundir. Takist ekki að útfæra vinnutímastyttingu í fyrirtækjasamningum styttist vinnuvikan 1. Janúar 2022 í 36 stundir og 15 mínútur.

Margt fleira er í samningnum s.s. breyting á flutningi orlofsréttar og bakvaktarkafla.
Samningurinn verður kynntur betur á næstu dögum en gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir 22. maí n.k.  Sjá samning hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image