• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
10
Apríl

Kynningarfundur um nýgerðan lífskjarasamning

Rétt í þessu lauk kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning fyrir starfsmenn Ísfisks hér á Akranesi en 53 starfsmenn vinna hjá Ísfiski.

Formaður fór yfir helstu atriði lífskjarasamningsins með starfsmönnum sem og þeim atriðum sem stjórnvöld komu með til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Formaður fékk nokkrar spurningar um samninginn og var ekki annað að skilja á starfsmönnum Ísfisks að þeir væru bara nokkuð sáttir við kjarasamninginn.

Á morgun verður  Verkalýðsfélag Akraness með opin kynningarfund um lífskjarasamninginn en fundurinn verður haldinn á Gamla kaupfélaginu og hefst klukkan 17:00 og eru þeir félagsmenn VLFA sem taka laun eftir kjarasamningum eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um samninginn og aðkomu stjórnvalda hér að neðan.

Hafi þeir sem taka laun eftir þessum samningi VLFA og Samtaka atvinnulífsins áhuga að fá kynningu á sínum vinnustað er þeim bent á að hafa endilega samband við skrifstofu félagsins í síma 430-9900.

 

Kynning á íslensku,ensku og pólsku

Lífskjarasamningurinn

Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninginn

Yfirlýsing um skref til afnáms verðtryggingar

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image