• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
23
Mars

Þrettándi fundurinn haldinn hjá ríkissáttasemjara

Á síðasta fimmtudag var haldinn þrettándi samningafundur Verkalýðsfélags Akraness, VR, Eflingar-stéttarfélags og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins.  En þessi fundur var haldinn í skugga þess að einungis örfáir klukkustundir voru þar til verkfall starfsmanna á hótelum og hópferðabílstjórum myndi skella á.

Rétt er að geta þess að fyrir þennan samningafund hjá ríkissáttasemjara voru fleiri félög búin að óska eftir að fá að koma inní okkar hóp, en það voru Framsýn stéttarfélag og Landssamband verslunarmanna og að sjálfsögðu var það samþykkt af félögunum fjórum .

Þessi samningafundur hjá sáttasemjara stóð yfir í níu klukkustundir og má segja að þetta hafi verið eiginlega fyrsta alvöru samtalið sem þessi stéttarfélög hafa átt við Samtök atvinnulífsins í þessari kjaradeilu.  Að því leytinu var þetta jákvæður fundur þótt en sé morgunljóst að mikið beri á milli deiluaðila.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa Samtök atvinnulífsins viljað taka upp mjög margar róttækar vinnustundabreytingar á íslenskum vinnumarkaði og munu sumar þessar hugmynda klárlega leiða til kjaraskerðingar hjá hluta okkar félagsmanna ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika.

En þetta eru t.d. hugmyndir um að lengja dagvinnutímabilið um 2 tíma á dag, taka upp svokallað eftirvinnuálag og lengja í uppgjörstímbili á yfirvinnu.  Öllum þessum hugmyndum hafa áðurnefnd stéttarfélög hafnað algerlega, enda um kjaraskerðingu og réttindaeftirgjöf um að ræða.

Það er ljóst að mikið ber á milli aðila ennþá en mjög mikilvægt að halda samtalinu áfram, enda einungis nokkrir dagar þar til verkfallshrina númer 2 byrjar, en þá skella á tveggja daga verkföll hjá sömu hópum á höfuðborgarsvæðinu og nefndir voru hér að ofan .

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá setti ríkissáttasemjari algert fjölmiðlabann um  hvað er verið að ræða um á fundum hjá sáttasemjara og samkvæmt lögum verða deiluaðilar að virða þá ákvörðun sáttasemjara í hvívetna.

Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara verður á mánudaginn kemur en um helgina verða hinsvegar vinnufundir hjá stéttarfélögunum m.a. yfirferð á hinum ýmsu greinum í kjarasamningum sem þarf að breyta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image