• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jan

Fimmti fundurinn fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær

Í gær var haldinn fimmti fundurinn hjá ríkissáttasemjara. Það kom ekki mikið útúr honum annað en að félögin sem vinna saman í þessari kjaradeilu, VLFA, VR, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur, hafa alfarið hafnað öllum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um að semja kaffitíma starfsmanna á undirverði, lengja dagvinnutímabilið sem og að breyta uppgjörtímabili yfirvinnugreiðsla.

Félögin ítrekuðu kröfur sína og fóru einnig yfir að megin markmið félaganna sé að auka ráðstöfunartekjur sinna félagsmanna og sérstaklega þeirra sem eru á lökustu kjörunum. En það er hægt að gera m.a. með aðkomu stjórnvalda í formi þess að létta á skattbyrgði lágtekjufólks, hækka barnabætur, taka á okurvöxtum fjármálakerfisins og afnema verðtryggingu svo eitthvað sé nefnt.

Félögin gerðu grein fyrir því að nú verði að spýta í lófanna og að reyna til fullnustu hvort möguleiki sé á að koma á kjarasamningi eða ekki. Að því sögðu lögðu félögin áherslu á að mikilvægt væri að hefja að fullu samtal við stjórnvöld varðandi kröfur á hendur stjórnvöldum því eins og allir vita þá verður aðkoma þeirra að verða umtalsverð ef hægt eigi að vera að ná fram kjarasamningum.

Ákveðið var að setja á þrjá fundi í næstu viku sem og að reyna að hefja viðræður við stjórnvöld samhliða þessum fundarhöldum en félögin hafa sett sér tímaramma til að ná samningum. Ef ekki tekst að ná samningum er ljóst að það stefnir í gríðarlega hörð verkafallsátök á íslenskum vinnumarkaði. Á þeirri forsendu er mikilvægt að hefja þetta samtal af fullum krafti og umrædd stéttarfélög gera sér grein fyrir sinni ábyrgð til lausnar deilunni og vona svo sannarlega að SA og stjórnvöld geri sér grein fyrir sinni ábyrgð!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image