• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
05
Okt

Gríðarleg samstaða innan aðildarfélaga SGS við gerð kröfugerðar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kom saman til tveggja daga fundar á Selfossi en tilgangur fundarins var að koma á laggirnar sameiginlegri kröfugerð.

Formaður verður að segja alveg eins og er að sú samstaða sem var innan raða Starfsgreinasambandsins við gerð kröfugerðarinnar var gríðarlega góð og ljóst að þessi samstaða er sú langbesta sem formaður hefur orðið vitni að frá því hann hóf aðkomu að verkalýðsmálum.

Nú er verið að hreinskrifa og fara yfir kröfugerðina en hún verður afgreidd með formlegum hætti á fundi samninganefndar SGS á miðvikudaginn í næstu viku og fram að þeim tíma er ekki hægt að greina frá innihaldi hennar.

En það er ljóst að megináherslur sem Verkalýðsfélag Akraness lagði fram í sinni kröfugerð verða inni í sameignlegri kröfugerð SGS en það er skemmst frá því að segja að mjög mikill samhljómur var í kröfugerðum aðildarfélaga SGS og því var bara nokkuð auðvelt að koma saman kröfugerðinni þótt vissulega séu alltaf skiptar skoðanir um einstaka þætti.

Það er rétt að geta þess að Verkalýðsfélag Akraness leggur mikla áherslu á að Starfsgreinasamband Íslands myndi bandalag með VR í komandi kjarasamningum en SGS og VR eru með um 75% félagsmanna innan ASÍ. Því er ljóst að slagkrafturinn sem myndast í samfloti þessara aðila innan verkalýðshreyfingarinnar verður mikill. En samninganefnd SGS mun taka endanlega afstöðu til þess á fundinum á næsta miðvikurdag hvort farið verði í samflot með VR eða ekki. En formaður Verkalýðsfélags Akraness er mjög vongóður um að af þessu samstarfi verði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image