• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
15
Maí

Verkalýðsfélag Akraness endurnýjar heimasíðu félagsins

Í gær fór í loftið ný heimasíða félagsins, en eldri heimasíða félagsins var komin vel til ára sinna og því var nauðsynlegt að uppfæra síðuna og færa hana nær nútímanum ef þannig má að orði komast. Einnig vonast stjórn félagsins og starfsmenn til þess að aðgengi að upplýsingum fyrir félagsmenn verði eins gott og kostur er með nýrri heimasíðu og munu starfsmenn kappkosta að svo verði. Það mun taka nokkra daga að yfirfara síðuna og bæta það sem þarf að lagfæra.

Heimasíða Verkalýðsfélags Akraness hefur ætíð verið mikið notuð af félagsmönnum og einnig hafa margar fréttir sem hafa birst á heimasíðu félagsins á liðnum árum oft vakið mikla athygli og orðið að fréttaefni.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image