• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Feb

Sigur í málefnum tímavinnufólks hjá VLFA sem starfar hjá Akraneskaupstað

Launanefnd sveitafélaga hafði túlkað kjarasamning á milli Sambands íslenskra sveitafélaga og Starfsgreinasambandsins á þann hátt að tímavinnufólk hafi ekki átt rétt á persónuuppbótum eins og orlofs- og desemberuppbót.  Eftir þeirri túlkun hefur Akraneskaupstaður farið á sl. ári.  Þessu hefur VLFA mótmælt harðlega og kannaði hjá öðrum sveitafélögum hvernig þessum málum væri háttað hjá þeim. 

Niðurstaða úr þeirri athugun leiddi í ljós að önnur sveitafélög hafi greitt tímavinnufólki orlofs- og desemberuppbót. Félagið leitaði jafnframt eftir lögfræðilegu áliti og í því áliti segir að tímavinnufólk eigi fullan rétt á orlofs- og desemberuppbót. 

Í framhaldi af því óskaði VLFA eftir því við samstarfsnefnd SGS og LN að endurskoða þá túlkun sem fyrir hafi legið og óskaði félagið ennfremur eftir því að fyrri úrskurður yrði felldur úr gildi.

Á fundi í samstarfsnefnd SGS og LN í dag voru þær athugasemdir sem VLFA hefur gert í máli þessu teknar til greina og þýðir það að tímavinnufólk mun fá orlofs- og desemberuppbót greidda út mjög fljótlega.

Sá starfsmaður sem í fullu starfi er á rétt á orlofsuppbót upp á 10.000 kr. og desemberuppbót kr. 53.079.  Til að eiga rétt á orlofsuppbót þarf starfsmaður að hafa unnið a.m.k. 12 vikur á orlofsárinu.  Til að eiga rétt á desemberuppbót þarf starfsmaður að hafa starfað samfleytt í a.m.k. 6 mánuði á almanaksárinu.  Því til viðbótar segir að starfsmaður sem gegnt hefur hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k frá 1. september það ár.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image