• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jan

Laun starfsmanna Norðuráls hækka frá tæpum 40 þúsundum upp í 45 þúsund á mánuði

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá taka launahækkanir starfsmanna Norðuráls hækkunum launavísitölunnar frá desember til desember ár hvert.

Nú liggur fyrir samkvæmt hækkun á launavísitölunni að laun starfsmanna Norðuráls munu hækka frá og með 1. janúar 2018 um 6,51%

Það þýðir að byrjandi á vöktum í kerskála er að hækka í heildarlaunum með öllu um 40 þúsund krónur á mánuði og starfsmaður með 10 ára starfsreynslu um rúmar 45 þúsund krónur.

Samkvæmt þessu mun byrjandi á vöktum í kerskála vera með í heildarlaun með öllu fyrir 182 vinnustundir rétt tæpar 610 þúsund krónur en starfsmaður með 10 ára starfsreynslu er með rétt rúmar 733 þúsund krónur á mánuði.

Iðnaðarmenn byrjandi á vöktum er að hækka um tæp 50 þúsnd á mánuði og iðnaðarmaður með 10 ára starfsreynslu á vöktum er að hækka um tæp 60 þúsund á mánuði.

Samkvæmt þessu mun iðnaðarmaður sem er byrjandi á vöktum vera með í heildarlaun með öllu fyrir 182 vinnustundir rétt um 780 þúsund krónur á mánuði en iðnaðarmaður með 10 ára starfsreynslu er með rétt tæpar 950 þúsund krónur á mánuði með öllu.

Það verður að segjast alveg eins og er að þessi launavísitölutenging hefur svo sannarlega skilað starfsmönnum Norðuráls góðum launahækkunum en í fyrra hækkuðu laun starfsmanna um 9% og núna um 6,51%

Rétt er að geta þess að orlofs-og desemberuppbætur hækka líka um 6,51% þannig að þær verða 214.923 kr. hvor fyrir sig eða samtals 429.466 kr. á ári.

Nýjar launatöflur munu birtast inni á heimasíðu félagsins á næstu dögum.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image