• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Jan

Laun starfsmanna Elkem Ísland á Grundartanga hækka um 5,51%

Verkalýðsfélag Akraness gekk frá góðum kjarasamningi fyrir starfsmenn Elkem Ísland á Grundartanga í fyrra og núna liggur fyrir hverjar launabreytingar fyrir þetta ár verða en þær gilda frá 1. janúar 2018.

Starfsmenn hækka í launum um 5,51% auk þess sem þeir fá eingreiðslu sem nemur 120 þúsundum vegna breytinga á launatímabili

Laun byrjanda sem starfar sem ofngæslumaður á þrískiptum vöktum munu hækka um 30 þúsund með öllu og ofngæslumaður með 10 ára starfsreynslu um rúmar 35 þúsund krónur á mánuði.

Heildarlaun byrjanda sem starfar sem ofngæslumaður hjá Elkem verða frá og með 1. janúar 2018 rétt rúmar 500 þúsund krónur á mánuði og hjá ofngæslumanni með 10 ára starfsreynslu rétt tæpar 600 þúsund krónur.

Rétt er að vekja athygli á að vinnuskyldan á bakvið þessi laun hjá ofngæslumönnum á þrískiptum vöktum er 146 vinnustundir á mánuði auk 24 skilatíma á ári til námskeiðshalds. Heildarvinnutími á mánuði með skilatímum er því 148 tímar.

Auk þessa munu orlofs-og desemberuppbætur einnig hækka um 5,51% og verða því 213.130 hvor fyrir sig eða 426.260 kr. samtals á ári.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image