• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Feb

Ísfiskur hefur starfsemi á Akranesi - 24 ný fiskvinnslustörf

Það er virkilega ánægjulegt að Ísfiskur er í dag að hefja starfsemi hér á Akranesi en Ísfiskur keypti fiskvinnsluhús HB Granda eftir að þeir tóku ákvörðun um að hætta vinnslu á bolfiski á Akranesi.

Í dag hafa verið ráðnir 24 fiskvinnslumenn og -konur en vonir standa til að Ísfiskur muni jafnvel fjölga starfsmönnum enn frekar eftir að starfsemin verður komin á fullt skrið.

Eins og áður sagði eru þetta gríðarlega jákvæðar fréttir að líf sé að færast í þetta merka fiskvinnsluhús að nýju eftir nokkurra mánaða stopp, enda hafa veiðar og vinnsla á sjávarafurðum skipt okkur Akurnesinga mjög miklu máli.

Verkalýðsfélag Akraness vill óska eigendum og starfsmönnum Ísfisks innilega til hamingju með að hafa hafið starfsemi hér á Akranesi og er félagið ekki í neinum vafa um að eiga gott samstarf við fyrirtækið í náinni framtíð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image