• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jul

Svar komið frá stjórn Íslenska járnblendifélagsins

Lögmanni Verkalýðsfélags Akraness barst bréf frá stjórn Íslenska járnblendifélagsins í gær er lýtur að ágóðagreiðslum til starfsmanna, en eins og starfsmönnum ÍJ er kunnugt um samþykkti stjórn ÍJ árið 1997 að marka stefnu um ágóðagreiðslu til starfsmanna.  Hafa starfsmenn ÍJ allatíð litið á þessa bókun frá 1997 sem hluta af sínum launakjörum.

Í svari frá Helga Þórhallssyni aðstoðarframkvæmdastjóra sem undirritar bréfið fyrir hönd ÍJ. En í bréfinu segir að þeir hafni með öllu að greiða ágóðahlutdeild til starfsmanna á grundvelli bókunar frá 1997.  En óska eftir viðræðum við félagið um bónusgreiðslur til starfsmanna með hliðsjón af góðri afkomu félagsins vegna ársins 2003.  Ennfremur kemur fram í bréfinu að þær viðræður skulu fara fram á opnum grundvelli og á nokkurra fyrirfram gefinna skuldbindinga af hálfu ÍJ.  Verður það að segjast alveg eins og er að þessi niðurstaða forsvarsmanna ÍJ veldur undrun og miklum vonbrigðum.  Það hefur komið skýrt fram í máli þeirra sem tók þátt í samningagerðinni 1997 fyrir hönd starfsmanna að ef ekki hefði fengist þessi bókun stjórnar þá hefði ekki verið skrifað undir kjarasamninginn 1997 og síðast en ekki síst hafa stjórnendur ÍJ borgað starfsmönnum eftir umræddri bókun en það var árið 1998.  Því er enginn vafi í huga fyrrverandi samningamanna og starfsmanna ÍJ sem og Verkalýðsfélags Akraness að þessi bókun stjórnar ÍJ sé hluti af launakjörum starfsmanna.  Formaður félagsins hefur haft samband við aðaltrúnaðarmann ÍJ og kynnt honum innihald bréfsins.  Fyrirhugað er að halda fund með öllum trúnaðarmönnum ÍJ á mánudaginn kl 13:00 og til þess fundar mun lögmaður Verkalýðsfélags Akraness koma, sem og formaður Sveinafélagsins.  Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um hver næstu skref í málinu verða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image